Stefnuræða Juncker: Nú er gluggi til að ráðast í umbætur Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 10:38 Jean Claude Juncker lagði til að skapað yrði embætti "fjármálaráðherra“ sambandsins. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Evrópusambandið Króatía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira