Stefnuræða Juncker: Nú er gluggi til að ráðast í umbætur Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 10:38 Jean Claude Juncker lagði til að skapað yrði embætti "fjármálaráðherra“ sambandsins. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Evrópusambandið Króatía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að Evrópa sé aftur komin „með byr í seglin“ og að nú hafi opnast gluggi til að ráðast í umbætur til að gera sambandið sterkara og meira samstíga. Sá gluggi verði hins vegar ekki opinn að eilífu. Þetta kom fram í árlegri stefnuræðu forsetans sem hann flutti í sal Evrópuþingsins í morgun. Sagði hann að efnahagur Evrópu væri aftur á uppleið og að sambandið þyrfti nú að líta til framtíðar, án aðildar Bretlands. Juncker sagði að sambandið ætti að fagna umbótum á sambandinu og vinna að smíði nýrra viðskiptasamninga við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þá sagði hann að dregið hafi úr þeim ógnum sem sambandið hafi staðið frammi fyrir að undanförnu svo sem yfirvofandi útganga Bretlands, flóttamannavandinn og þjóðernispopúlismi. Sagði hann að á síðasta ári hafi ESB verið í slæmu ásigkomulagi en að nú hafi aftur birt til.Embætti fjármálaráðherra sambandsins Forsetinn sagði nú tíma til kominn að Rúmenía og Búlgaría myndu loks gerast aðilar að Schengen-samstarfinu og að Króatía ætti einnig að bætast í hópinn um leið og landið væri reiðubúið til þess. Juncker lagði til að embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og forseta leiðtogaráðsins yrði sameinað í eitt. Sá eða sú sem myndi gegna embættinu yrði þannig andlit ESB út á við. Þá lagði hann einnig til að skapað yrði embætti „fjármálaráðherra“ sambandsins, þannig að hægt yrði að auka samvinnuna á evrusvæðinu. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum sérstaklega að Tyrklandi og sagði stjórnvöld þar í landi vera að fjarlægjast ESB. Hvatti hann Tyrklandsstjórn til að sleppa blaðamönnum úr haldi og hætta árásum sínum á leiðtoga Evrópu. „Hættið að kalla leiðtoga okkar fasista og nasista!“ sagði Juncker við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá sagði hann einnig að Tyrkland ætti ekki að gera sér vonir um að gerast aðili að ESB í fyrirsjáanlegri framtíð.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira