Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2025 11:38 Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Eina viðvera Rússa í Póllandi verður því sendiráð þeirra í Varsjá. Varnarmálaráðherra Ítalíu birti í gær skýrslu þar sem hann kvartaði yfir aðgerðaleysi Vesturlanda vegna fjölþátta ógna frá Rússlandi. Hann sagði núverandi ástand ekki ásættanlegt. Vísaði til skemmdarverka Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, lýsti því yfir í morgun að ræðismannsskrifstofunni, sem er í Gdansk, yrði lokað. Vísaði hann sérstaklega til skemmdarverksins sem framið var um helgina, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Lestarteinar milli Varsjár og Lublin, suðaustur af Varsjá, voru sprengdir um helgina og var einnig reynt að þvinga lest af sporinu en það misheppnaðist. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst því yfir að tveir Úkraínumenn hafi framið skemmdarverkin á vegum leyniþjónusta Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa komið frá Belarús í haust og flúið þangað aftur eftir að hafa framið skemmdarverkin. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi.“ Sjá einnig: Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Rússar segjast ætla að draga úr pólitískum umsvifum Pólverja í Rússlandi vegna lokunar ræðismannsskrifstofunnar í Gdansk. Lýsir ásökunum sem heimskulegum Andrei Ordash, sendiherra Rússlands í Póllandi, sagði í samtali við rússneska blaðamenn í morgun að ásakanir Pólverja í garð Rússa væru þvættingur og heimskulegar. Hann hafi sagt pólskum ráðamönnum það. RIA fréttaveitan rússneska hefur eftir honum að Rússar hefðu ekkert tilefni til skemmdarverka í Póllandi. Þeir hefðu frekari áhuga á að byggja upp betra samband við önnur ríki. Hann vísaði einnig til þess að úkraínskir borgarar hefðu verið sakaðir um skemmdarverkið, eins og áður í Póllandi. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að ráðamenn í Póllandi skorti almenna skynsemi. Samskipti ríkjanna tveggja væru í algjöru lágmarki. Annar maðurinn sem sakaður er um skemmdarverk hefur áður verið dæmdur fyrir að fremja skemmdarverk fyrir Rússa í Úkraínu. Einn þeirra býr í Belarús og hinn í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar ráða ríkjum. Segir aðgerðaleysi Evrópu fáránlegt Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Rússa og handbendi þeirra um skemmdarverk og aðrar fjölþátta ógnir í Evrópu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Markmiðið ku vera að grafa undan samstöðu með Úkraínumönnum og ýta undir ótta og deilur innan evrópskra samfélaga. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu.EPA/FABIO FRUSTACI Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði í skýrslu sem birt var í gær að Rússar létu í raun „fjölþátta sprengjum“ rigna yfir Evrópu og kallaði eftir því að Vesturlönd gripu til aðgerða. Hættan vegna þessara árása yrði sífellt meiri. Í frétt Politico er haft eftir ráðherranum að það væri „fáránlegt“ hve lítið Vesturlönd hefðu gert vegna árása Rússa. Í raun hefði Evrópa lokað sig af og vonast væri til þess að Rússar hættu af sjálfsdáðum. Crosetto sagði að í rauninni færi þessum árásum fjölgandi og að aðgerðaleysið vegna þeirra leiddi til aukinnar hættu á að Rússar myndu á endanum vinna þennan blandaða hernað, eins og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar. Lagði hann til að stofnuð yrði sérstök evrópsk miðstöð til að sporna gegn fjölþátta ógnum. Hún yrði skipuð tölvusérfræðingum, hermönnum og sérfræðingum í gervigreind og að markmið hennar yrði að berjast gegn fjölþátta ógnum eins og skemmdarverkum á birgðakeðjum og áróðursherferðum. Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Ítalía Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Eina viðvera Rússa í Póllandi verður því sendiráð þeirra í Varsjá. Varnarmálaráðherra Ítalíu birti í gær skýrslu þar sem hann kvartaði yfir aðgerðaleysi Vesturlanda vegna fjölþátta ógna frá Rússlandi. Hann sagði núverandi ástand ekki ásættanlegt. Vísaði til skemmdarverka Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, lýsti því yfir í morgun að ræðismannsskrifstofunni, sem er í Gdansk, yrði lokað. Vísaði hann sérstaklega til skemmdarverksins sem framið var um helgina, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Lestarteinar milli Varsjár og Lublin, suðaustur af Varsjá, voru sprengdir um helgina og var einnig reynt að þvinga lest af sporinu en það misheppnaðist. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst því yfir að tveir Úkraínumenn hafi framið skemmdarverkin á vegum leyniþjónusta Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa komið frá Belarús í haust og flúið þangað aftur eftir að hafa framið skemmdarverkin. „Markmiðið var að valda lestarstórslysi.“ Sjá einnig: Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Rússar segjast ætla að draga úr pólitískum umsvifum Pólverja í Rússlandi vegna lokunar ræðismannsskrifstofunnar í Gdansk. Lýsir ásökunum sem heimskulegum Andrei Ordash, sendiherra Rússlands í Póllandi, sagði í samtali við rússneska blaðamenn í morgun að ásakanir Pólverja í garð Rússa væru þvættingur og heimskulegar. Hann hafi sagt pólskum ráðamönnum það. RIA fréttaveitan rússneska hefur eftir honum að Rússar hefðu ekkert tilefni til skemmdarverka í Póllandi. Þeir hefðu frekari áhuga á að byggja upp betra samband við önnur ríki. Hann vísaði einnig til þess að úkraínskir borgarar hefðu verið sakaðir um skemmdarverkið, eins og áður í Póllandi. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að ráðamenn í Póllandi skorti almenna skynsemi. Samskipti ríkjanna tveggja væru í algjöru lágmarki. Annar maðurinn sem sakaður er um skemmdarverk hefur áður verið dæmdur fyrir að fremja skemmdarverk fyrir Rússa í Úkraínu. Einn þeirra býr í Belarús og hinn í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar ráða ríkjum. Segir aðgerðaleysi Evrópu fáránlegt Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Rússa og handbendi þeirra um skemmdarverk og aðrar fjölþátta ógnir í Evrópu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Markmiðið ku vera að grafa undan samstöðu með Úkraínumönnum og ýta undir ótta og deilur innan evrópskra samfélaga. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu.EPA/FABIO FRUSTACI Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði í skýrslu sem birt var í gær að Rússar létu í raun „fjölþátta sprengjum“ rigna yfir Evrópu og kallaði eftir því að Vesturlönd gripu til aðgerða. Hættan vegna þessara árása yrði sífellt meiri. Í frétt Politico er haft eftir ráðherranum að það væri „fáránlegt“ hve lítið Vesturlönd hefðu gert vegna árása Rússa. Í raun hefði Evrópa lokað sig af og vonast væri til þess að Rússar hættu af sjálfsdáðum. Crosetto sagði að í rauninni færi þessum árásum fjölgandi og að aðgerðaleysið vegna þeirra leiddi til aukinnar hættu á að Rússar myndu á endanum vinna þennan blandaða hernað, eins og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar. Lagði hann til að stofnuð yrði sérstök evrópsk miðstöð til að sporna gegn fjölþátta ógnum. Hún yrði skipuð tölvusérfræðingum, hermönnum og sérfræðingum í gervigreind og að markmið hennar yrði að berjast gegn fjölþátta ógnum eins og skemmdarverkum á birgðakeðjum og áróðursherferðum.
Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Ítalía Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira