Stjórnsýsla fari að axla ábyrgð og sýna siðferði Vilhelm Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Engin breyting mun verða á lífskjörum þeirra sem minna mega sín fyrr en stjórnvöld temja sér hugafarsbreytingu og raunsæi. Litlu sem engu skipta pólitískar skoðanir þar sem of margir telja að aðhald og sparnaður skuli liggja annars staðar en í eigin gæluverkefnum og hugsjónum. Þúsundir hafa vart til hnífs og skeiðar eða geta búið við eðlilegar og mannsæmandi heimilisaðstæður og allt of margir eiga nánast hvergi samastað eða væntingar um betra líf vegna misskiptingar. Samfélagið lætur stjórnast af að byggja flísalagðar hallir og annað skrum og lætur sig engu varða samfélagslega ábyrgð. Milljörðum er mokað í sérhagsmunapot og gæluverkefni á sama tíma og heilbrigðiskerfið er í molum og öldruðum og fleirum er stíað í sundur vegna fjárskorts og húsnæðisvandræða. Nýgerður stjórnarsáttmáli var orðaður undir þeim formerkjum að hjálpa þeim efnaminni að eignast eða leigja íbúðir á viðráðanlegu verði, sem er gamalkunnugt stef og hjákátlegt. Á sama tíma á að fara í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og ráðast í byggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem er þensluhvetjandi og illa skipulagt. Stjórnvöld eru með innantóm loforð um að á næstu árum muni rísa ódýrari og minni íbúðir fyrir þá efnaminni án þess að mikið sé viðhaft til breytingar. Margt bendir til að verð á litlum íbúðum muni hækka enn frekar vegna mikillar eftirspurnar, þenslu og hversu neyðin er mikil, ekki er óvarlegt að ætla að 30 til 50 fermetra stúdíóíbúðir muni kosta yfir 35 milljónir. Meðan fasteignaverð ræðst af eftirspurn munu byggingarverktakar eðlilega ekki afsala sér þeim ábata, þó svo að búið sé að gefa væntingar um ódýrt húsnæði fyrir þá sem hafa minna milli handanna. Engu mun skipta þó svo að slegið hafi verið af ýmsum kröfum gagnvart byggingarreglugerðum til sparnaðar, markaðsvirðið mun verða ofan á. Síðustu 38 ár er búið að vera viðvarandi ójafnvægi á byggingamarkaðinum þar sem skuldir og fasteignaverð sveiflast upp og niður með tilheyrandi gjaldþrotum og eignaupptöku. Engan veginn getur talist eðlilegt að það sé nánast eins og rússnesk rúlletta fyrir þá efnaminni að kaupa sér húsnæði. Skuldugur almenningur var settur á guð og gaddinn til að bankar ásamt lána- og vogunarsjóðum gætu hámarkað arðsemi sína í boði stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á að þeim ber að vera ábyrg og skapa stöðugleika ásamt vitrænu vaxta- og viðskiptaumhverfi. Uppsafnaður vandi þeirra sem vantar húsnæði á viðráðanlegu verði verður ekki leystur öðruvísi en ríki, borg og sveitarfélög komi að með festu og skilmerkilegum hætti ásamt lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum. Það þarf að beita sértækum og beittum aðgerðum til að uppræta húsnæðisvanda, núverandi ástand mun aðeins ýta enn frekar undir öryrkjavæðingu og upplausn ásamt því að verða samfélaginu sífellt dýrara. Eðlilegast er að leita út fyrir landsteinana og fá byggingarverktaka og annað vinnuafl vegna þenslu til að reisa einföld og ódýr hús með verulegum kvöðum, t.d. tekjutengt sem félagslegt húsnæði og ekki framseljanlegt, til að fyrirbyggja brask. Það hlýtur að vera komið nóg af innantómu hjali og úrræðaleysi. Ef það er hægt að byggja húsnæði á landsbyggðinni með allt að helmingi minni kostnaði en á höfuðborgarsvæðinu, þá ætti að vera hægt að gera enn betur með framangreindum hætti. Einnig þarf að stöðva 15 til 20 milljóna lóða- og arkitektakostnað. Það er neyðarástand hjá þúsundum manna og kominn tími til að láta verkin tala með markvissum hætti. Stjórnvöld rangtúlka skuldir heimilanna sem eru síst minni núna væri horft framhjá fasteignaverði sem hefur skrúfast upp ótæpilega. Þúsundir eiga lítið sem ekkert í húsnæði sínu, ekki síst þeir sem hafa keypt á uppsprengdu verði í örvæntingu sinni og fjármagnað jafnvel útborgun með óhagstæðum lánum. Verulegar líkur eru á að margir gangi aftur í gegnum sömu holskefluna (2007) og missi húsnæðið þegar fer að hrikta í vegna óstöðugs gjaldmiðils og aðrar efnahagsþrengingar steðja að. Landsbanki Íslands er búinn að vera í fararbroddi sem eitt stærsta ræningjabæli landsins í boði stjórnvalda, tugþúsundir heimila hafa fengið að gjalda með eignaupptöku og öðrum hörmungum og væntanlega verður engin breyting þar á. Engu virðist skipta þótt bankinn sé orðinn ríkisbanki. Í flestum siðmenntuðum ríkjum leggja bankastofnanir sig fram um að vinna með viðskiptavinum sínum þegar erfiðleikar steðja að en því er þveröfugt farið í íslenskri bankasýslu. Ótíndir þjófar og önnur hryðjuverkaógn mun steðja að landsmönnum meðan óhindruð sjálftaka úr sameiginlegum fjárhirslum ríkissjóðs og ríkisbanka fær að viðgangast í boði veruleikafirrtra stjórnvalda. Stjórnmálaflokkum má helst líkja við glæpaklíkur og mafíur sem svífast einskis til að hygla sér og sínum á kostnað skattborgara. Alltof margir gera sér ekki grein fyrir hversu landið var djúpt sokkið í skuldafen þar sem óraunhæf uppbygging fékk og fær að viðgangast af óábyrgum stjórnvöldum og er síðan kölluð góðæri. Meðan stjórnvöld ríghalda í handónýta mynt munu þúsundir eiga eftir að missa heimili sín og lífshamingju vegna óstöðugrar krónu ásamt því að margir fara óvarlega. Þúsundir milljarða hafa verið afskrifaðar og ekki sjálfgefið að svo verði aftur, ferðamaðurinn mun tæplega láta ræna sig um aldur og ævi til að rétta af ríkissjóð. Stjórnvöld ættu að íhuga að verði haldið áfram á sömu braut verða bankarnir lítils virði og lítið þangað að sækja til að borga ríkishalla og rányrkju. Eigi að afstýra stórfelldum landflótta er helsta von Íslendinga að landsmenn vakni og fari að axla ábyrgð. Stjórnvöld verða að fara að gera sér grein fyrir hvaða glæp þau eru að fremja gagnvart þúsundum fjölskyldna sem eru í upplausn og allar vonir brostnar, til að hægt sé að skapa sér og sínum heimili. Allt of mörgum eru fyrirmunað að sjá misskiptingu og eigin græðgi, stjórnmálamenn eru þar í fararbroddi enda hugsjónir litlar nema þá helst þegar endurnýja skal umboð til að viðhalda nýjum kosningaloforðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Vilhelm Jónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Engin breyting mun verða á lífskjörum þeirra sem minna mega sín fyrr en stjórnvöld temja sér hugafarsbreytingu og raunsæi. Litlu sem engu skipta pólitískar skoðanir þar sem of margir telja að aðhald og sparnaður skuli liggja annars staðar en í eigin gæluverkefnum og hugsjónum. Þúsundir hafa vart til hnífs og skeiðar eða geta búið við eðlilegar og mannsæmandi heimilisaðstæður og allt of margir eiga nánast hvergi samastað eða væntingar um betra líf vegna misskiptingar. Samfélagið lætur stjórnast af að byggja flísalagðar hallir og annað skrum og lætur sig engu varða samfélagslega ábyrgð. Milljörðum er mokað í sérhagsmunapot og gæluverkefni á sama tíma og heilbrigðiskerfið er í molum og öldruðum og fleirum er stíað í sundur vegna fjárskorts og húsnæðisvandræða. Nýgerður stjórnarsáttmáli var orðaður undir þeim formerkjum að hjálpa þeim efnaminni að eignast eða leigja íbúðir á viðráðanlegu verði, sem er gamalkunnugt stef og hjákátlegt. Á sama tíma á að fara í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og ráðast í byggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem er þensluhvetjandi og illa skipulagt. Stjórnvöld eru með innantóm loforð um að á næstu árum muni rísa ódýrari og minni íbúðir fyrir þá efnaminni án þess að mikið sé viðhaft til breytingar. Margt bendir til að verð á litlum íbúðum muni hækka enn frekar vegna mikillar eftirspurnar, þenslu og hversu neyðin er mikil, ekki er óvarlegt að ætla að 30 til 50 fermetra stúdíóíbúðir muni kosta yfir 35 milljónir. Meðan fasteignaverð ræðst af eftirspurn munu byggingarverktakar eðlilega ekki afsala sér þeim ábata, þó svo að búið sé að gefa væntingar um ódýrt húsnæði fyrir þá sem hafa minna milli handanna. Engu mun skipta þó svo að slegið hafi verið af ýmsum kröfum gagnvart byggingarreglugerðum til sparnaðar, markaðsvirðið mun verða ofan á. Síðustu 38 ár er búið að vera viðvarandi ójafnvægi á byggingamarkaðinum þar sem skuldir og fasteignaverð sveiflast upp og niður með tilheyrandi gjaldþrotum og eignaupptöku. Engan veginn getur talist eðlilegt að það sé nánast eins og rússnesk rúlletta fyrir þá efnaminni að kaupa sér húsnæði. Skuldugur almenningur var settur á guð og gaddinn til að bankar ásamt lána- og vogunarsjóðum gætu hámarkað arðsemi sína í boði stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á að þeim ber að vera ábyrg og skapa stöðugleika ásamt vitrænu vaxta- og viðskiptaumhverfi. Uppsafnaður vandi þeirra sem vantar húsnæði á viðráðanlegu verði verður ekki leystur öðruvísi en ríki, borg og sveitarfélög komi að með festu og skilmerkilegum hætti ásamt lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum. Það þarf að beita sértækum og beittum aðgerðum til að uppræta húsnæðisvanda, núverandi ástand mun aðeins ýta enn frekar undir öryrkjavæðingu og upplausn ásamt því að verða samfélaginu sífellt dýrara. Eðlilegast er að leita út fyrir landsteinana og fá byggingarverktaka og annað vinnuafl vegna þenslu til að reisa einföld og ódýr hús með verulegum kvöðum, t.d. tekjutengt sem félagslegt húsnæði og ekki framseljanlegt, til að fyrirbyggja brask. Það hlýtur að vera komið nóg af innantómu hjali og úrræðaleysi. Ef það er hægt að byggja húsnæði á landsbyggðinni með allt að helmingi minni kostnaði en á höfuðborgarsvæðinu, þá ætti að vera hægt að gera enn betur með framangreindum hætti. Einnig þarf að stöðva 15 til 20 milljóna lóða- og arkitektakostnað. Það er neyðarástand hjá þúsundum manna og kominn tími til að láta verkin tala með markvissum hætti. Stjórnvöld rangtúlka skuldir heimilanna sem eru síst minni núna væri horft framhjá fasteignaverði sem hefur skrúfast upp ótæpilega. Þúsundir eiga lítið sem ekkert í húsnæði sínu, ekki síst þeir sem hafa keypt á uppsprengdu verði í örvæntingu sinni og fjármagnað jafnvel útborgun með óhagstæðum lánum. Verulegar líkur eru á að margir gangi aftur í gegnum sömu holskefluna (2007) og missi húsnæðið þegar fer að hrikta í vegna óstöðugs gjaldmiðils og aðrar efnahagsþrengingar steðja að. Landsbanki Íslands er búinn að vera í fararbroddi sem eitt stærsta ræningjabæli landsins í boði stjórnvalda, tugþúsundir heimila hafa fengið að gjalda með eignaupptöku og öðrum hörmungum og væntanlega verður engin breyting þar á. Engu virðist skipta þótt bankinn sé orðinn ríkisbanki. Í flestum siðmenntuðum ríkjum leggja bankastofnanir sig fram um að vinna með viðskiptavinum sínum þegar erfiðleikar steðja að en því er þveröfugt farið í íslenskri bankasýslu. Ótíndir þjófar og önnur hryðjuverkaógn mun steðja að landsmönnum meðan óhindruð sjálftaka úr sameiginlegum fjárhirslum ríkissjóðs og ríkisbanka fær að viðgangast í boði veruleikafirrtra stjórnvalda. Stjórnmálaflokkum má helst líkja við glæpaklíkur og mafíur sem svífast einskis til að hygla sér og sínum á kostnað skattborgara. Alltof margir gera sér ekki grein fyrir hversu landið var djúpt sokkið í skuldafen þar sem óraunhæf uppbygging fékk og fær að viðgangast af óábyrgum stjórnvöldum og er síðan kölluð góðæri. Meðan stjórnvöld ríghalda í handónýta mynt munu þúsundir eiga eftir að missa heimili sín og lífshamingju vegna óstöðugrar krónu ásamt því að margir fara óvarlega. Þúsundir milljarða hafa verið afskrifaðar og ekki sjálfgefið að svo verði aftur, ferðamaðurinn mun tæplega láta ræna sig um aldur og ævi til að rétta af ríkissjóð. Stjórnvöld ættu að íhuga að verði haldið áfram á sömu braut verða bankarnir lítils virði og lítið þangað að sækja til að borga ríkishalla og rányrkju. Eigi að afstýra stórfelldum landflótta er helsta von Íslendinga að landsmenn vakni og fari að axla ábyrgð. Stjórnvöld verða að fara að gera sér grein fyrir hvaða glæp þau eru að fremja gagnvart þúsundum fjölskyldna sem eru í upplausn og allar vonir brostnar, til að hægt sé að skapa sér og sínum heimili. Allt of mörgum eru fyrirmunað að sjá misskiptingu og eigin græðgi, stjórnmálamenn eru þar í fararbroddi enda hugsjónir litlar nema þá helst þegar endurnýja skal umboð til að viðhalda nýjum kosningaloforðum.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun