Nauðgaði 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 16:01 Maðurinn neitaði sök. Vísir/VAlli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira