Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. janúar 2026 20:59 Það er símabann í Álftamýrarskóla. vísir/bjarni Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira