Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 22:11 Evrópusambandsmálin voru til umræðu í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum. Sigmar og Bergþór voru viðmælendur í kvöldfréttum Sýnar þar sem Evrópusambandsmálin voru rædd, í kjölfar þess að utanríkisráðherra boðaði þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á þessu þingi. Menn standi í blekkingarleik Bergþór Ólason segir að miklu máli skipti hvað spurt verði um í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að svona eina spurningin sem þarf að spyrja í raun sé: Viltu ganga í Evrópusambandið eins og það er?“ „En ég er hræddur um að spurningin verði einhver önnur.“ Umræðan um að „kíkja í pakkann“ sé einhvers konar blekkingarleikur. „Á meðan menn standa í slíkum blekkingarleik, er auðvitað skynsamlegt að halda öllum góðum. En Evrópusambandið hefur verið mjög skýrt um að það séu engar varanlegar undanþágur frá Evrópusambandsregluverkinu, og það er auðvitað grundvöllurinn sem við þurfum að ræða þetta mál út frá, hvort við viljum ganga í Evrópusambandið eins og það er.“ Gjörbreytt heimsmynd breyti miklu Sigmar Guðmundsson segist halda að staðan heimsmála í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum þegar kemur að því að tryggja öryggi og varnir, efnahagslegt öryggi, og þegar kemur að því að tryggja það hvar við viljum stilla okkur upp á bás með þjóðum. „Staða heimsmála í dag, hún bara leggur þær skyldur á okkar herðar, að við lokum ekki einhverjum dyrum sjálfkrafa, það liggur bara alveg fyrir.“ „Við erum til dæmis núna með þá stöðu, þó ég hafi nú ekki verið talsmaður þess að ganga í Evrópusambandið beint út af varnar- og öryggismálum, þá er það mín skoðun að það allt saman sé nú kannski að breytast hratt.“ „Þegar við erum með þá stöðu að Bandaríkjamenn eru mögulega að tala um það að fara inn í Grænland, þvert á vilja grænlensku þjóðarinnar, sem býr á eyju, sem er við hliðina á eyjunni sem við Íslendingar búum á,“ segir Sigmar. Bergþór sagði þá að enginn hefði farið sérstaklega vel út úr því að vera í hernaðarlegu samstarfi við Frakka síðan Napóleon hengdi upp hattinn. „Þannig ég held að varnarlega séð þá sé allt sem skiptir máli í varnarsamningnum við Bandaríkin, og hann þurfum við að vernda.“ Sigmar segir engan ágreining um þetta, málið snúist um að fjölga eggjunum í körfunni. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Evrópusambandið Miðflokkurinn Viðreisn Öryggis- og varnarmál Grænland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Sigmar og Bergþór voru viðmælendur í kvöldfréttum Sýnar þar sem Evrópusambandsmálin voru rædd, í kjölfar þess að utanríkisráðherra boðaði þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á þessu þingi. Menn standi í blekkingarleik Bergþór Ólason segir að miklu máli skipti hvað spurt verði um í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að svona eina spurningin sem þarf að spyrja í raun sé: Viltu ganga í Evrópusambandið eins og það er?“ „En ég er hræddur um að spurningin verði einhver önnur.“ Umræðan um að „kíkja í pakkann“ sé einhvers konar blekkingarleikur. „Á meðan menn standa í slíkum blekkingarleik, er auðvitað skynsamlegt að halda öllum góðum. En Evrópusambandið hefur verið mjög skýrt um að það séu engar varanlegar undanþágur frá Evrópusambandsregluverkinu, og það er auðvitað grundvöllurinn sem við þurfum að ræða þetta mál út frá, hvort við viljum ganga í Evrópusambandið eins og það er.“ Gjörbreytt heimsmynd breyti miklu Sigmar Guðmundsson segist halda að staðan heimsmála í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum þegar kemur að því að tryggja öryggi og varnir, efnahagslegt öryggi, og þegar kemur að því að tryggja það hvar við viljum stilla okkur upp á bás með þjóðum. „Staða heimsmála í dag, hún bara leggur þær skyldur á okkar herðar, að við lokum ekki einhverjum dyrum sjálfkrafa, það liggur bara alveg fyrir.“ „Við erum til dæmis núna með þá stöðu, þó ég hafi nú ekki verið talsmaður þess að ganga í Evrópusambandið beint út af varnar- og öryggismálum, þá er það mín skoðun að það allt saman sé nú kannski að breytast hratt.“ „Þegar við erum með þá stöðu að Bandaríkjamenn eru mögulega að tala um það að fara inn í Grænland, þvert á vilja grænlensku þjóðarinnar, sem býr á eyju, sem er við hliðina á eyjunni sem við Íslendingar búum á,“ segir Sigmar. Bergþór sagði þá að enginn hefði farið sérstaklega vel út úr því að vera í hernaðarlegu samstarfi við Frakka síðan Napóleon hengdi upp hattinn. „Þannig ég held að varnarlega séð þá sé allt sem skiptir máli í varnarsamningnum við Bandaríkin, og hann þurfum við að vernda.“ Sigmar segir engan ágreining um þetta, málið snúist um að fjölga eggjunum í körfunni. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Evrópusambandið Miðflokkurinn Viðreisn Öryggis- og varnarmál Grænland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira