Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2026 09:12 Björg Magnúsdóttir vill verða oddviti Viðreisnar í Reykjavík. aðsend mynd Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. „Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa kost á mér sem oddviti Viðreisnar og leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor,” segir í tilkynningu frá Björgu. Þegar hafa Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, og Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns flokksins, gefið kost á sér í 1. sætið hjá flokknum í Reykjavík, en sitjandi oddviti flokksins í borginni, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hyggst ekki gefa kost á sér áfram í vor. Prófkjör Viðreisnar í borginni fer fram þann 31. janúar. Björg hefur jafnframt birt myndband þar sem hún greinir frá framboðinu og áherslum sínum í Reykjavík. „Íbúar Reykjavíkur vilja breytingar. Kerfið er dýrt, flækjustigið er mikið og lögbundin grunnþjónusta er höfuðborginni ekki sæmandi. Fjármál borgarinnar eru ósjálfbær og mælingar sýna síendurtekið að traust til borgarstjórnar er afar lítið. Þetta er sorgleg staða sem ég brenn fyrir að breyta en ég fékk innsýn í kerfið þegar ég starfaði í Ráðhúsinu þar til síðasta vor sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Vðreisn er flokkur sem lætur verkin tala. Flokkur sem stendur fyrir frjálslyndi, fagleg vinnubrögð og framfarir,” segir Björg ennfremur í tilkynningunni. Það sé að hennar mati hlutverk borgarfulltrúa að fara vel með útsvarstekjur borgarbúa og forgangsraða. Þá eigi pólitíkin að hafa skýra sýn um stóru málin sem brenni hvað mest á borgarbúum. „Þetta hlutverk verður að taka alvarlega og nauðsynlegt er að hugsa vel hvaða verkefni eru mikilvægust og hvar takmarkaðir fjármunir nýtast almenningi best. Þjóna verkefnin tilgangi sínum og er réttlætanlegt að verja í þau skattfé? Einfalda þau Reykvíkingum lífið? Ég vil vera hluti af nýrri kynslóð í borgarstjórn sem er réttu megin við núllið og sinnir vel lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Setur fókus á leik- og grunnskóla, stöðugt lóðaframboð, raunhæf tækifæri fyrir ungt fólk til að kaupa íbúð og einfaldar eins og hægt er leikreglur fyrir uppbyggingaraðila húsnæðis og fólk sem gerist svo djarft að stofna fyrirtæki eða veita þjónustu í borginni Ég er fertug fjölskyldukona í smáíbúðarhverfinu með börn á öllum skólastigum og þekki vel daglegt líf barnafjölskyldna í borginni. Stjórnmálafræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun en á háskólaárum var ég formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Ég hef starfað í fjölmiðlum stærsta hluta ævinnar; á fréttastofum, í útvarpi og sjónvarpi. Hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti, m.a. Ráðherrann og Vigdísi og er athafnastjóri hjá Siðmennt,“ segir að lokum í tilkynningu Bjargar sem um leið minnir á prófkjörið þann 31. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
„Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa kost á mér sem oddviti Viðreisnar og leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor,” segir í tilkynningu frá Björgu. Þegar hafa Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, og Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns flokksins, gefið kost á sér í 1. sætið hjá flokknum í Reykjavík, en sitjandi oddviti flokksins í borginni, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hyggst ekki gefa kost á sér áfram í vor. Prófkjör Viðreisnar í borginni fer fram þann 31. janúar. Björg hefur jafnframt birt myndband þar sem hún greinir frá framboðinu og áherslum sínum í Reykjavík. „Íbúar Reykjavíkur vilja breytingar. Kerfið er dýrt, flækjustigið er mikið og lögbundin grunnþjónusta er höfuðborginni ekki sæmandi. Fjármál borgarinnar eru ósjálfbær og mælingar sýna síendurtekið að traust til borgarstjórnar er afar lítið. Þetta er sorgleg staða sem ég brenn fyrir að breyta en ég fékk innsýn í kerfið þegar ég starfaði í Ráðhúsinu þar til síðasta vor sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Vðreisn er flokkur sem lætur verkin tala. Flokkur sem stendur fyrir frjálslyndi, fagleg vinnubrögð og framfarir,” segir Björg ennfremur í tilkynningunni. Það sé að hennar mati hlutverk borgarfulltrúa að fara vel með útsvarstekjur borgarbúa og forgangsraða. Þá eigi pólitíkin að hafa skýra sýn um stóru málin sem brenni hvað mest á borgarbúum. „Þetta hlutverk verður að taka alvarlega og nauðsynlegt er að hugsa vel hvaða verkefni eru mikilvægust og hvar takmarkaðir fjármunir nýtast almenningi best. Þjóna verkefnin tilgangi sínum og er réttlætanlegt að verja í þau skattfé? Einfalda þau Reykvíkingum lífið? Ég vil vera hluti af nýrri kynslóð í borgarstjórn sem er réttu megin við núllið og sinnir vel lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Setur fókus á leik- og grunnskóla, stöðugt lóðaframboð, raunhæf tækifæri fyrir ungt fólk til að kaupa íbúð og einfaldar eins og hægt er leikreglur fyrir uppbyggingaraðila húsnæðis og fólk sem gerist svo djarft að stofna fyrirtæki eða veita þjónustu í borginni Ég er fertug fjölskyldukona í smáíbúðarhverfinu með börn á öllum skólastigum og þekki vel daglegt líf barnafjölskyldna í borginni. Stjórnmálafræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun en á háskólaárum var ég formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Ég hef starfað í fjölmiðlum stærsta hluta ævinnar; á fréttastofum, í útvarpi og sjónvarpi. Hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti, m.a. Ráðherrann og Vigdísi og er athafnastjóri hjá Siðmennt,“ segir að lokum í tilkynningu Bjargar sem um leið minnir á prófkjörið þann 31. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira