Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Smári Jökull Jónsson skrifar 6. janúar 2026 21:18 Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994. Vísir/Sara Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar. Hildur Björnsdóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum í vor en framboðsfrestur fyrir leiðtogaprófkjör sem fyrirhugað var rann út í dag og bauð Hildur sig ein fram. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lengi var orðaður við oddvitaframboð, tilkynnti snemma í morgun að hann myndi ekki bjóða sig fram. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í borginni ákvað í nóvember að fara í leiðtogaprófkjör og að stillt yrði upp í önnur sæti listans. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir það skynsamlega leið fyrir flokkinn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Fannar „Staða flokksins í skoðanakönnunum undanfarið hefur verið góð. Kosturinn við uppstillingu er sá að þá er hægt að velja samhentan lista. Það hefur töluvert borið á þeirri gagnrýni undanfarin mörg ár að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki mjög samstæður,“ sagði Ólafur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Tíð oddvitaskipti afleiðing lélegrar atkvæðasöfnunar Í fyrsta sinn síðan 1998 mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp sama oddvita tvennar kosningar í röð. Árni Sigfússon var oddviti 1994 og 1998 en síðan þá hafa Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Halldórsson og Eyþór Arnalds öll reynt fyrir sér sem oddvitar. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994.Vísir/Sara Ólafur segir flokkinn hafa verið í eyðumerkurgöngu í borginni síðan 1994 að undanteknu kjörtímabilinu 2006-2010. „Þessi tíðu skipti eru afleiðing af því að leiðtogarnir þeim hefur ekki tekist að skaffa nægilega mikið af atkvæðum eða samningum í borgarstjórn til að koma flokknum í meirihluta.“ „Einhverjir verða örugglega óánægðir“ Nú þegar ljóst er að ekkert verður af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2002 fer ekkert prófkjör fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. „Staða Hildar Björnsdóttur er sterk, hún stendur vel út af þessum góða árangri sem ég nefndi í skoðanakönnunum og nú er hún sjálfkjörin og fær væntanlega að velja töluvert með sér frambjóðendur. Hún er í kjörstöðu eiginlega.“ Hildur Björnsdóttir hefur verið og mun verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar í gegnum tíðina verið mikill prófkjörsflokkur og gjarnan sagt að þannig sé lýðræðið í flokknum sýnt. „Þannig að einhverjir verða örugglega óánægðir með það að það verði ekki prófkjör. Ég á frekar von á því menn í heildina meti það þannig að það sé skynsamlegra fyrir flokkinn að sleppa prófkjörinu og bjóða fram samhentan lista,“ sagði Ólafur að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hildur Björnsdóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum í vor en framboðsfrestur fyrir leiðtogaprófkjör sem fyrirhugað var rann út í dag og bauð Hildur sig ein fram. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lengi var orðaður við oddvitaframboð, tilkynnti snemma í morgun að hann myndi ekki bjóða sig fram. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í borginni ákvað í nóvember að fara í leiðtogaprófkjör og að stillt yrði upp í önnur sæti listans. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir það skynsamlega leið fyrir flokkinn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Fannar „Staða flokksins í skoðanakönnunum undanfarið hefur verið góð. Kosturinn við uppstillingu er sá að þá er hægt að velja samhentan lista. Það hefur töluvert borið á þeirri gagnrýni undanfarin mörg ár að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki mjög samstæður,“ sagði Ólafur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Tíð oddvitaskipti afleiðing lélegrar atkvæðasöfnunar Í fyrsta sinn síðan 1998 mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp sama oddvita tvennar kosningar í röð. Árni Sigfússon var oddviti 1994 og 1998 en síðan þá hafa Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Halldórsson og Eyþór Arnalds öll reynt fyrir sér sem oddvitar. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994.Vísir/Sara Ólafur segir flokkinn hafa verið í eyðumerkurgöngu í borginni síðan 1994 að undanteknu kjörtímabilinu 2006-2010. „Þessi tíðu skipti eru afleiðing af því að leiðtogarnir þeim hefur ekki tekist að skaffa nægilega mikið af atkvæðum eða samningum í borgarstjórn til að koma flokknum í meirihluta.“ „Einhverjir verða örugglega óánægðir“ Nú þegar ljóst er að ekkert verður af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2002 fer ekkert prófkjör fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. „Staða Hildar Björnsdóttur er sterk, hún stendur vel út af þessum góða árangri sem ég nefndi í skoðanakönnunum og nú er hún sjálfkjörin og fær væntanlega að velja töluvert með sér frambjóðendur. Hún er í kjörstöðu eiginlega.“ Hildur Björnsdóttir hefur verið og mun verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar í gegnum tíðina verið mikill prófkjörsflokkur og gjarnan sagt að þannig sé lýðræðið í flokknum sýnt. „Þannig að einhverjir verða örugglega óánægðir með það að það verði ekki prófkjör. Ég á frekar von á því menn í heildina meti það þannig að það sé skynsamlegra fyrir flokkinn að sleppa prófkjörinu og bjóða fram samhentan lista,“ sagði Ólafur að lokum.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira