Innlent

Á­rekstur á Álfta­nes­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir fólksbílar skullu saman í árekstri á Álftanesvegi í Garðabæ nú síðdegis. Miklar umferðartafir eru á svæðinu á meðan viðbragsaðilar athafna sig.

Samkvæmt ábendingu til fréttastofu er mikill viðbúnar á svæðinu, lögregla, slökkviliðsbíll og sjúkrabíll á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði varð árekstur þegar tveir fólksbílar skullu saman.

Samkvæmt slökkviliði liggja ekki fyrir nánari upplýsingar um fjölda farþega á þessari stundu. Þá ekki heldur um slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×