Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2026 09:07 Erlingur Erlingsson var til viðtals í Bítinu um framgöngu Donald Trump. Aðsend Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir allar yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og forsendur hans líka. Hann segir að frá herfræðilegu sjónarmiði sé í raun einfalt fyrir Bandaríkin að taka Grænland, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauðsynlegt og í raun aðeins hégómi „gamla fasteignabraskarans frá New York“ að vilja það. „Ég varaði við eldi og brennisteini en það er nú svolítið að rætast, eins og maður átti kannski von á, að hann er búinn að vera hraklegur forseti og er með brjálaðar hugmyndir og enginn er að bremsa hann af í kringum hann, þannig að já, þessi ævintýri koma mér því miður ekki á óvart, þó að þróunin sé auðvitað mjög slæm,“ segir Erlingur spurður um það hvort hann hafi órað fyrir þessari stöðu. Erlingur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun Erlingur segir það óvænt að Trump sé tilbúinn til að beita valdi til að ná Grænlandi. „En ég átti von á að það yrði mikil spenna innan NATO, bæði út af Grænlandi en líka í öðrum málum, af því að Trump hefur engan sérstakan áhuga á NATO og trúir ekki á NATO. En ég held að við verðum að horfast í augu við það að það er mjög einbeittur vilji og skilaboðin mjög sterk að hann ætli sér með einhverjum hætti, eins ótrúlega og það hljómar, að ná yfirráðum yfir Grænlandi.“ Hann bendir í því ljósi á yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt þar sem kemur fram að Bandaríkjastjórn útiloki ekki að nota hervald í því samhengi. „Þannig að sú yfirlýsing er mjög sjokkerandi,“ segir Erlingur og það megi ekki ráða annað í yfirlýsingar Evrópuleiðtoga um þetta mál en að þau taki þetta mjög alvarlega. Erlingur segir að frá herfræðilegu sjónarmiði gætu Bandaríkin í raun innlimað Grænland seinna í dag. Það sé í raun einföld aðgerð og gæti verið svipuð þeirri þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. „Þarna mætir bara herlið, það yrði nú væntanlega samt með bandaríska fánann, ekki ómerkt eins og hjá Rússum, en það gætu bara lent herflutningavélar á nokkrum stöðum á Grænlandi, þar væri komið bandarískt herlið og ég sé ekki fyrir mér að Danir séu að fara að veita því mótspyrnu,“ segir Erlingur. Leiknum lokið hjá NATO Hann segir orð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, um að leiknum sé lokið þá verða sönn. „Þá er NATO ekki til í núverandi mynd og samstarf Evrópu og Bandaríkjanna er í raun og veru ónýtt.“ Erlingur segir það í raun ekkert nema hégóma í Bandaríkjaforseta að gera tilkall til Grænlands. „Það er auðvitað lykilpunkturinn í þessu að það er ekkert nema einhvers konar hégómi og kannski svona landakortastækkunaráhugi gamla fasteignabraskarans frá New York, sem kallar á að þeir eigi að setja ameríska fánann á Grænland. Þeir eru með mjög opinn varnarsamning við Grænland sem að er svolítið samtíma okkar varnarsamningi við Bandaríkin, þó að hann sé mun rýmri en okkar samningur,“ segir Erlingur og að hernaðarlega geti Bandaríkjamenn í raun athafnað sig á Grænlandi eins og þeir vilja, með samþykki Dana. Danir hafi lýst því opinberlega að þeir séu opnir fyrir slíku samkomulagi hvað varðar öryggismál. Hvað varðar aðgengi að fágætum málmum og jarðefnum þá sé það samningsatriði. Grænlendingar hafi stöðvað námugröft Kínverja. Það hafi verið gefin út einhver leyfi fyrir nokkrum árum til rannsókna og Erlingur telur ekki neina umsvifamikla námuvinnslu af hálfu Kínverja í Grænlandi eins og er. Forsendur fjarstæðukenndar Hann segir yfirlýsingar Trump um bæði Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og allar forsendur líka. „Hann talar um að það séu kínversk og rússnesk skip allt í kringum Grænland, sem er bæði ómögulegt út af ís og hvernig landið er. Svo stenst það alls ekki skoðun í raunveruleikanum. Það eru engin slík skip á ferðinni.“ Hvað varðar Venesúela segir Erlingur að hann gefi sér að þær átta til níu milljónir Venesúelabúa sem hafi þurft að flýja landið gleðjist yfir því að Maduro hafi verið tekinn en staðan sé samt einkennileg því Bandaríkin séu ekki í landinu og ætli í raun að fjarstýra því með þrýstingi, hernaðarlegum áróðri og hótunum. „Þarna er tekinn við varaforseti Maduro, þannig að allt sama apparatið sem Bandaríkjamenn hafa verið að gagnrýna er enn þá þarna. Það er bara einn maður farinn í burtu og frúin,“ segir Erlingur. Það sé erfitt að spá hvernig þróunin verður og hvers konar samkomulag Bandaríkjamenn hafi gert við Delcy Rodríguez, varaforsetann sem er nú tekinn við. „Það vitum við ekki og við vitum ekki hvernig útfærslan ætti að vera. En þarna er líka ljóst að tvennt stenst ekki. Það var ekkert streymi eiturlyfja frá Venesúela til Bandaríkjanna. Það er bara átylla sem er ekki raunveruleg. Og ef þeir ætla að hafa einhverjar, einhverjar tekjur af olíuiðnaðinum, þá væri það áratuga verkefni eða áratugsverkefni að koma honum í stand og mun kosta gríðarlega mikið,“ segir Erlingur og að það standist ekki skoðun að það verði sterk tekjulind fyrir Bandaríkin eins og Trump talar um. 200 ára kenningar Erlingur segir Bandaríkjamann lengi hafa verið með horn í síðu Venesúela, það sé bandalagsríki Rússa auk þess sem Kínverjar hafi fjárfest í olíuiðnaðinum. „Þannig að þetta snýst um þessa 200 ára gömlu Monroe-kenningu sem að þeir eru að endurvekja um að engin erlend ríki eigi að hafa áhrif í Vesturálfu. Bandaríkin eiga að hafa það óskoraða vald og Hvíta húsið og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa sent frá sér mjög svona undarlegt tíst þess efnis líka í gær,“ segir Erlingur. Erlingur segir Venesúela til dæmis hafa selt olíu til Kúbu og það sé mikið áfall fyrir Kúbu að Maduro sé farinn frá. Erlingur segir það vitað að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé með Kúbu „dálítið á heilanum“. „Þannig að þessum leik er ekkert lokið, bæði hvað varðar þróunina í Venesúela en möguleg frekari átök í heimshlutanum.“ Spurður hvort hann telji það möguleika að Trump fari að ásælast Ísland þá segir hann Trump í raun, eins og þegar kemur að Grænlandi, í raun hafa allt sem hann þarf. Munurinn sé að hér séu ekki sjaldgæfir málmar. Hann minnist á að á ráðstefnu nýlega hafi Vladimír Pútín hafi minnst á það að þegar Bandaríkjamenn ætluðu að kaupa Grænland af Dönum fyrir 150 árum hafi Ísland átt að fylgja með. Gæti hótað tollum og kúgað Ísland „Þannig að, við erum kannski ekki að fara að horfa á algjörlega sömu sviðsmynd fyrir okkur og gagnvart Grænlandi, það er mjög ólíklegt. En við getum alveg séð fyrir okkur einhvers konar kúgun,“ segir hann og að til dæmis í gær hafi Trump pirrað sig í viðtali á því að framlag Spánverja til NATO væri ekki fimm prósent. Erlingur segir að sér hafi við þessi orð runnið kalt vatn milli skinns og hörunds og vonað að enginn myndi nefna við hann að Ísland er algjörlega sér á báti innan sambandsins hvað það varðar. „Það pirraði hann á fyrra kjörtímabilinu. Ef hann fær fókus á það aftur, þá gætum við séð fram á alls konar kúgun, 100% tolla og verið bara í mjög óþægilegri stöðu gagnvart Bandaríkjunum.“ Erlingur segir nauðsynlegt að Íslendingar vinni náið með sínum bandamönnum. Það sé erfitt að vera lítill þegar lög og regla eru ekki virt, sama hvort það sé í samfélaginu eða alþjóðasamfélaginu. „Þess vegna hafa okkar ráðamenn talað mjög skýrt um að það þurfi að verja alþjóðalög.“ Hann segir það veikleika í alþjóðakerfinu að alþjóðastofnanir eins og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti ekki framfylgt alþjóðalögum, það sé ríkjanna að gera það. Hinn veikleiki kerfisins sé svo að kerfið sé hannað til að virka ekki gegn stórveldunum. „Þessum fimm sigurvegurum síðari heimsstyrjaldarinnar sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Þannig að þegar þessi ríki fara að brjóta reglurnar, þá er kerfið í vandræðum.“ Bítið Bandaríkin Grænland Venesúela Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Kína Kúba Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Ég varaði við eldi og brennisteini en það er nú svolítið að rætast, eins og maður átti kannski von á, að hann er búinn að vera hraklegur forseti og er með brjálaðar hugmyndir og enginn er að bremsa hann af í kringum hann, þannig að já, þessi ævintýri koma mér því miður ekki á óvart, þó að þróunin sé auðvitað mjög slæm,“ segir Erlingur spurður um það hvort hann hafi órað fyrir þessari stöðu. Erlingur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun Erlingur segir það óvænt að Trump sé tilbúinn til að beita valdi til að ná Grænlandi. „En ég átti von á að það yrði mikil spenna innan NATO, bæði út af Grænlandi en líka í öðrum málum, af því að Trump hefur engan sérstakan áhuga á NATO og trúir ekki á NATO. En ég held að við verðum að horfast í augu við það að það er mjög einbeittur vilji og skilaboðin mjög sterk að hann ætli sér með einhverjum hætti, eins ótrúlega og það hljómar, að ná yfirráðum yfir Grænlandi.“ Hann bendir í því ljósi á yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt þar sem kemur fram að Bandaríkjastjórn útiloki ekki að nota hervald í því samhengi. „Þannig að sú yfirlýsing er mjög sjokkerandi,“ segir Erlingur og það megi ekki ráða annað í yfirlýsingar Evrópuleiðtoga um þetta mál en að þau taki þetta mjög alvarlega. Erlingur segir að frá herfræðilegu sjónarmiði gætu Bandaríkin í raun innlimað Grænland seinna í dag. Það sé í raun einföld aðgerð og gæti verið svipuð þeirri þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. „Þarna mætir bara herlið, það yrði nú væntanlega samt með bandaríska fánann, ekki ómerkt eins og hjá Rússum, en það gætu bara lent herflutningavélar á nokkrum stöðum á Grænlandi, þar væri komið bandarískt herlið og ég sé ekki fyrir mér að Danir séu að fara að veita því mótspyrnu,“ segir Erlingur. Leiknum lokið hjá NATO Hann segir orð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, um að leiknum sé lokið þá verða sönn. „Þá er NATO ekki til í núverandi mynd og samstarf Evrópu og Bandaríkjanna er í raun og veru ónýtt.“ Erlingur segir það í raun ekkert nema hégóma í Bandaríkjaforseta að gera tilkall til Grænlands. „Það er auðvitað lykilpunkturinn í þessu að það er ekkert nema einhvers konar hégómi og kannski svona landakortastækkunaráhugi gamla fasteignabraskarans frá New York, sem kallar á að þeir eigi að setja ameríska fánann á Grænland. Þeir eru með mjög opinn varnarsamning við Grænland sem að er svolítið samtíma okkar varnarsamningi við Bandaríkin, þó að hann sé mun rýmri en okkar samningur,“ segir Erlingur og að hernaðarlega geti Bandaríkjamenn í raun athafnað sig á Grænlandi eins og þeir vilja, með samþykki Dana. Danir hafi lýst því opinberlega að þeir séu opnir fyrir slíku samkomulagi hvað varðar öryggismál. Hvað varðar aðgengi að fágætum málmum og jarðefnum þá sé það samningsatriði. Grænlendingar hafi stöðvað námugröft Kínverja. Það hafi verið gefin út einhver leyfi fyrir nokkrum árum til rannsókna og Erlingur telur ekki neina umsvifamikla námuvinnslu af hálfu Kínverja í Grænlandi eins og er. Forsendur fjarstæðukenndar Hann segir yfirlýsingar Trump um bæði Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og allar forsendur líka. „Hann talar um að það séu kínversk og rússnesk skip allt í kringum Grænland, sem er bæði ómögulegt út af ís og hvernig landið er. Svo stenst það alls ekki skoðun í raunveruleikanum. Það eru engin slík skip á ferðinni.“ Hvað varðar Venesúela segir Erlingur að hann gefi sér að þær átta til níu milljónir Venesúelabúa sem hafi þurft að flýja landið gleðjist yfir því að Maduro hafi verið tekinn en staðan sé samt einkennileg því Bandaríkin séu ekki í landinu og ætli í raun að fjarstýra því með þrýstingi, hernaðarlegum áróðri og hótunum. „Þarna er tekinn við varaforseti Maduro, þannig að allt sama apparatið sem Bandaríkjamenn hafa verið að gagnrýna er enn þá þarna. Það er bara einn maður farinn í burtu og frúin,“ segir Erlingur. Það sé erfitt að spá hvernig þróunin verður og hvers konar samkomulag Bandaríkjamenn hafi gert við Delcy Rodríguez, varaforsetann sem er nú tekinn við. „Það vitum við ekki og við vitum ekki hvernig útfærslan ætti að vera. En þarna er líka ljóst að tvennt stenst ekki. Það var ekkert streymi eiturlyfja frá Venesúela til Bandaríkjanna. Það er bara átylla sem er ekki raunveruleg. Og ef þeir ætla að hafa einhverjar, einhverjar tekjur af olíuiðnaðinum, þá væri það áratuga verkefni eða áratugsverkefni að koma honum í stand og mun kosta gríðarlega mikið,“ segir Erlingur og að það standist ekki skoðun að það verði sterk tekjulind fyrir Bandaríkin eins og Trump talar um. 200 ára kenningar Erlingur segir Bandaríkjamann lengi hafa verið með horn í síðu Venesúela, það sé bandalagsríki Rússa auk þess sem Kínverjar hafi fjárfest í olíuiðnaðinum. „Þannig að þetta snýst um þessa 200 ára gömlu Monroe-kenningu sem að þeir eru að endurvekja um að engin erlend ríki eigi að hafa áhrif í Vesturálfu. Bandaríkin eiga að hafa það óskoraða vald og Hvíta húsið og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa sent frá sér mjög svona undarlegt tíst þess efnis líka í gær,“ segir Erlingur. Erlingur segir Venesúela til dæmis hafa selt olíu til Kúbu og það sé mikið áfall fyrir Kúbu að Maduro sé farinn frá. Erlingur segir það vitað að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé með Kúbu „dálítið á heilanum“. „Þannig að þessum leik er ekkert lokið, bæði hvað varðar þróunina í Venesúela en möguleg frekari átök í heimshlutanum.“ Spurður hvort hann telji það möguleika að Trump fari að ásælast Ísland þá segir hann Trump í raun, eins og þegar kemur að Grænlandi, í raun hafa allt sem hann þarf. Munurinn sé að hér séu ekki sjaldgæfir málmar. Hann minnist á að á ráðstefnu nýlega hafi Vladimír Pútín hafi minnst á það að þegar Bandaríkjamenn ætluðu að kaupa Grænland af Dönum fyrir 150 árum hafi Ísland átt að fylgja með. Gæti hótað tollum og kúgað Ísland „Þannig að, við erum kannski ekki að fara að horfa á algjörlega sömu sviðsmynd fyrir okkur og gagnvart Grænlandi, það er mjög ólíklegt. En við getum alveg séð fyrir okkur einhvers konar kúgun,“ segir hann og að til dæmis í gær hafi Trump pirrað sig í viðtali á því að framlag Spánverja til NATO væri ekki fimm prósent. Erlingur segir að sér hafi við þessi orð runnið kalt vatn milli skinns og hörunds og vonað að enginn myndi nefna við hann að Ísland er algjörlega sér á báti innan sambandsins hvað það varðar. „Það pirraði hann á fyrra kjörtímabilinu. Ef hann fær fókus á það aftur, þá gætum við séð fram á alls konar kúgun, 100% tolla og verið bara í mjög óþægilegri stöðu gagnvart Bandaríkjunum.“ Erlingur segir nauðsynlegt að Íslendingar vinni náið með sínum bandamönnum. Það sé erfitt að vera lítill þegar lög og regla eru ekki virt, sama hvort það sé í samfélaginu eða alþjóðasamfélaginu. „Þess vegna hafa okkar ráðamenn talað mjög skýrt um að það þurfi að verja alþjóðalög.“ Hann segir það veikleika í alþjóðakerfinu að alþjóðastofnanir eins og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti ekki framfylgt alþjóðalögum, það sé ríkjanna að gera það. Hinn veikleiki kerfisins sé svo að kerfið sé hannað til að virka ekki gegn stórveldunum. „Þessum fimm sigurvegurum síðari heimsstyrjaldarinnar sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Þannig að þegar þessi ríki fara að brjóta reglurnar, þá er kerfið í vandræðum.“
Bítið Bandaríkin Grænland Venesúela Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Kína Kúba Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira