Ellefu ára Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun