Ellefu ára Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar