Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Brjánn Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun