Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun