Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar 17. apríl 2025 12:01 Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Davíð Aron Routley Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun