Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar 17. apríl 2025 12:01 Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun