120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar 23. apríl 2025 11:32 Opið bréf til hæstvirts dómsmálaráðherra, frú Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, hæstvirts fjármála- og efnahagsráðherra, herra Daði Már Kristófersson og hæstvirts Atvinnuvegaráðherra, frú Hanna Katrín Friðriksson. Nú fer tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur senn að ljúka og þar með opnast grundvöllur til að hækka hámarkshraða upp í 120 km á klukkustund. Þar sem lagabreytingar taka oft talsvert langan tíma, skora ég á dómsmálaráðherra að fyrirskipa lögreglu að sekta ekki aðila sem keyra á 120 km hraða, þar sem lagabreyting er væntanleg. Flestum finnst þessi athugasemd mín alveg út í hött og ég er sammála því. Svo virðist að fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrum fjármálaráðherra hafi tekið svipaða afstöðu varðandi netsölu á áfengi. Þau voru bæði fylgjandi netsölu og afnámi einkasölu ÁTVR og vildu breita lögum samkvæmt því, en það hefur ekki verið gert. Lögreglan gerir ekkert, eða að minnsta kosti mjög lítið varðandi allar netsölur með áfengi sem eru nú þegar starfandi. Þær fá bara að starfa óáreittar, mögulega í skugga þess að kannski munu lögin breytast í framtíðinni. Árið 1995 eða 1996 ætlaði fyrirtækið Júlíus P Guðjónsson að hefja netsölu beint til Íslendinga. TVG Zimsen ætlaði að sjá um að tolla einstakar pantanir af frísvæði (tollfrjálsu svæði) þeirra, en lög gerðu ráð fyrir (og gera væntanlega enn) að innflutningur á víni fyrir einstaklinga yrði að vera tollað í nafni þess einstaklings sem flytti inn vínið. Þetta var stöðvað af Tollinum, því þótt þau uppfylltu þá kröfu að tollafgreiða í nafni einstaklingsins sem var að flytja inn vöruna, þá mátti varan ekki koma af Íslenskum lager, sama þótt lagerinn væri á svokölluðu tollfrjálsu svæði. Í dag flytja netsölufyrirtæki inn áfengi. Tolla í eigin nafni, en ekki nafni einstaklingsins sem á að vera innflytjandinn. Þessi fyrirtæki starfa undir erlendu nafni, en eru samt að selja vín af lager sem er búið að tolla á Íslandi og reikningur er með Íslenska kennitölu og Íslenskt VSK númer er afhentur einstaklingum. Ég var nýlega staddur í Costco. Þar eru nokkrar tölvur fyrir framan vínafgreiðsluna, þar getur fólk skráð sig inn, pantað áfengi og innan við mínútu seinna fengið áfengið afhent. Hér er hreinlega verið að hafa Íslenska lög að háði og Íslensku þjóðina að fífli því hvað er þetta annað en smásala? Ég hef einnig heyrt að fyrirtækið Sante starfi á svipuðum nótum. Íslendingar voru fyrir stuttu beðnir um að koma með sparnaðartillögur fyrir íslenska ríkið. Ein af þessum sparnaðartillögum gæti átt við netsölur með áfengi. Samkvæmt ársreikningi 2023 var velta eins af stærri netsölufyrirtækjum landsins vel yfir 500 milljónir. Ef meðalverð á vínflösku væri reiknað á 3.500 kr. án VSK gæti einfalt reikningsdæmi litið svona út: 550.000.000 / 3500 = 157.142 flöskur Álagning ÁTVR pr. flösku væri 534 kr. Álagning ÁTVR af 157.142 flöskum væri þá 83.913.828 Ef við gefum okkur að umrætt fyrirtæki og Costco séu með 2/3 markaðshlutdeild í netsölu á áfengi, þá má áætla að tekjutap ÁTVR og þar með Íslensku þjóðarinnar sem á ÁTVR, hafi verið: 3 x 83.913.828 = 251.741.484 kr. eða 3 x 157.142 flöskur = rúmlega 470.000 flöskuígildi Hér gæti þjóðin náð í 2-300 milljónir á ári með því að einfaldlega að fylgja eftir lögum sem eru í gildi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að spara 100 milljarða á næstu 5 árum, tekjutap ÁTVR er um 1-1,5% af þessari upphæð. Þarna eru lög sem voru í gildi 1995/1996 væntanlega enn í fullu gildi í dag. Ég veit að það er stefna Viðreisnar að „Ríkissafskipti“ eigi að vera sem allra minnst. Þar til lögum hefur verið breitt, eiga væntanlega núverandi lög að gilda, þrátt fyrir að fyrrum dómsmála- og fjármálaráðherra hafi fundist annað. Við keyrum ekki löglega á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, áður en lögum hefur verið breytt. Nýlega fór ég austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla sem voru án framdekks og 2 bíla út í móa. Þetta má að hluta til eða að öllu kenna holum í veginum. Væri ekki nær að nota áðurnefndar 2-300 milljónir til að bæta samgöngur, frekar enn aðgengi að áfengi? Mig langar einnig að benda á að á meðan flestar þjóðir í Evrópu eru að vinna í að takmarka aðgengi að áfengi, þar með talið Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Ítalía, eru einstaklingar á Íslandi að reyna að auka aðgengi að áfengi. Er þetta rökrétt? Á Íslandi eru starfandi fjölmargar áfengisheildsölur sem eru að reyna að starfa samkvæmt lögum um smásölu á áfengi. Það munar um þessi 470.000 flöskuígildi sem seld eru í netsölu og það er vitað að til eru heildsölur, sem hafa hreinlega gefist upp á að keppa við þessa óréttlátu og ólöglegu heildsölur og hafið netsölu sjálfir eða eru farin að selja til einstakra netsölufyrirtækja. Mig langar einnig að benda á að ég hef gert samanburð á verði nokkura netsölufyrirtækja og ÁTVR og það er einfallt að finna mörg tilfelli þar sem vörur hjá netfyrirtækjunum eru dýrari en sömu vörur hjá ÁTVR. Að lokum langar mig að minna á orð hæstvirts atvinnuvegaráðherra, frú Hönnu Katrínar Friðrikssonar: „ALMANNAHAGSMUNIR GANGA ALLTAF FRAMAR SÉRHAGSMUNUM“ Eru það almannahagsmunir að leyfa netsölu á áfengi eða sérhagsmunir nokkurra eigenda netsölufyrirtækja? Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til hæstvirts dómsmálaráðherra, frú Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, hæstvirts fjármála- og efnahagsráðherra, herra Daði Már Kristófersson og hæstvirts Atvinnuvegaráðherra, frú Hanna Katrín Friðriksson. Nú fer tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur senn að ljúka og þar með opnast grundvöllur til að hækka hámarkshraða upp í 120 km á klukkustund. Þar sem lagabreytingar taka oft talsvert langan tíma, skora ég á dómsmálaráðherra að fyrirskipa lögreglu að sekta ekki aðila sem keyra á 120 km hraða, þar sem lagabreyting er væntanleg. Flestum finnst þessi athugasemd mín alveg út í hött og ég er sammála því. Svo virðist að fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrum fjármálaráðherra hafi tekið svipaða afstöðu varðandi netsölu á áfengi. Þau voru bæði fylgjandi netsölu og afnámi einkasölu ÁTVR og vildu breita lögum samkvæmt því, en það hefur ekki verið gert. Lögreglan gerir ekkert, eða að minnsta kosti mjög lítið varðandi allar netsölur með áfengi sem eru nú þegar starfandi. Þær fá bara að starfa óáreittar, mögulega í skugga þess að kannski munu lögin breytast í framtíðinni. Árið 1995 eða 1996 ætlaði fyrirtækið Júlíus P Guðjónsson að hefja netsölu beint til Íslendinga. TVG Zimsen ætlaði að sjá um að tolla einstakar pantanir af frísvæði (tollfrjálsu svæði) þeirra, en lög gerðu ráð fyrir (og gera væntanlega enn) að innflutningur á víni fyrir einstaklinga yrði að vera tollað í nafni þess einstaklings sem flytti inn vínið. Þetta var stöðvað af Tollinum, því þótt þau uppfylltu þá kröfu að tollafgreiða í nafni einstaklingsins sem var að flytja inn vöruna, þá mátti varan ekki koma af Íslenskum lager, sama þótt lagerinn væri á svokölluðu tollfrjálsu svæði. Í dag flytja netsölufyrirtæki inn áfengi. Tolla í eigin nafni, en ekki nafni einstaklingsins sem á að vera innflytjandinn. Þessi fyrirtæki starfa undir erlendu nafni, en eru samt að selja vín af lager sem er búið að tolla á Íslandi og reikningur er með Íslenska kennitölu og Íslenskt VSK númer er afhentur einstaklingum. Ég var nýlega staddur í Costco. Þar eru nokkrar tölvur fyrir framan vínafgreiðsluna, þar getur fólk skráð sig inn, pantað áfengi og innan við mínútu seinna fengið áfengið afhent. Hér er hreinlega verið að hafa Íslenska lög að háði og Íslensku þjóðina að fífli því hvað er þetta annað en smásala? Ég hef einnig heyrt að fyrirtækið Sante starfi á svipuðum nótum. Íslendingar voru fyrir stuttu beðnir um að koma með sparnaðartillögur fyrir íslenska ríkið. Ein af þessum sparnaðartillögum gæti átt við netsölur með áfengi. Samkvæmt ársreikningi 2023 var velta eins af stærri netsölufyrirtækjum landsins vel yfir 500 milljónir. Ef meðalverð á vínflösku væri reiknað á 3.500 kr. án VSK gæti einfalt reikningsdæmi litið svona út: 550.000.000 / 3500 = 157.142 flöskur Álagning ÁTVR pr. flösku væri 534 kr. Álagning ÁTVR af 157.142 flöskum væri þá 83.913.828 Ef við gefum okkur að umrætt fyrirtæki og Costco séu með 2/3 markaðshlutdeild í netsölu á áfengi, þá má áætla að tekjutap ÁTVR og þar með Íslensku þjóðarinnar sem á ÁTVR, hafi verið: 3 x 83.913.828 = 251.741.484 kr. eða 3 x 157.142 flöskur = rúmlega 470.000 flöskuígildi Hér gæti þjóðin náð í 2-300 milljónir á ári með því að einfaldlega að fylgja eftir lögum sem eru í gildi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að spara 100 milljarða á næstu 5 árum, tekjutap ÁTVR er um 1-1,5% af þessari upphæð. Þarna eru lög sem voru í gildi 1995/1996 væntanlega enn í fullu gildi í dag. Ég veit að það er stefna Viðreisnar að „Ríkissafskipti“ eigi að vera sem allra minnst. Þar til lögum hefur verið breitt, eiga væntanlega núverandi lög að gilda, þrátt fyrir að fyrrum dómsmála- og fjármálaráðherra hafi fundist annað. Við keyrum ekki löglega á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, áður en lögum hefur verið breytt. Nýlega fór ég austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla sem voru án framdekks og 2 bíla út í móa. Þetta má að hluta til eða að öllu kenna holum í veginum. Væri ekki nær að nota áðurnefndar 2-300 milljónir til að bæta samgöngur, frekar enn aðgengi að áfengi? Mig langar einnig að benda á að á meðan flestar þjóðir í Evrópu eru að vinna í að takmarka aðgengi að áfengi, þar með talið Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Ítalía, eru einstaklingar á Íslandi að reyna að auka aðgengi að áfengi. Er þetta rökrétt? Á Íslandi eru starfandi fjölmargar áfengisheildsölur sem eru að reyna að starfa samkvæmt lögum um smásölu á áfengi. Það munar um þessi 470.000 flöskuígildi sem seld eru í netsölu og það er vitað að til eru heildsölur, sem hafa hreinlega gefist upp á að keppa við þessa óréttlátu og ólöglegu heildsölur og hafið netsölu sjálfir eða eru farin að selja til einstakra netsölufyrirtækja. Mig langar einnig að benda á að ég hef gert samanburð á verði nokkura netsölufyrirtækja og ÁTVR og það er einfallt að finna mörg tilfelli þar sem vörur hjá netfyrirtækjunum eru dýrari en sömu vörur hjá ÁTVR. Að lokum langar mig að minna á orð hæstvirts atvinnuvegaráðherra, frú Hönnu Katrínar Friðrikssonar: „ALMANNAHAGSMUNIR GANGA ALLTAF FRAMAR SÉRHAGSMUNUM“ Eru það almannahagsmunir að leyfa netsölu á áfengi eða sérhagsmunir nokkurra eigenda netsölufyrirtækja? Höfundur er vínáhugamaður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun