Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 22. apríl 2025 13:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Landslið kvenna í handbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun