Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 23. apríl 2025 23:00 Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Háskólar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun