Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. apríl 2025 16:01 Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun