"Þolanleg áhætta“ í flugi? Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 2. október 2015 07:00 Í frétt á visir.is fyrir skömmu er vitnað í fréttabréf frá Degi B. Eggertssyni, undir fyrirsögninni: „Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar“. Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni. Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.Á skjön við reglur Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt. Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað. Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“ Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt. Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessum framkvæmdum sínum er of dýru verði keyptur fyrir almenning í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í frétt á visir.is fyrir skömmu er vitnað í fréttabréf frá Degi B. Eggertssyni, undir fyrirsögninni: „Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar“. Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni. Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.Á skjön við reglur Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt. Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað. Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“ Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt. Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessum framkvæmdum sínum er of dýru verði keyptur fyrir almenning í landinu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun