"Þolanleg áhætta“ í flugi? Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 2. október 2015 07:00 Í frétt á visir.is fyrir skömmu er vitnað í fréttabréf frá Degi B. Eggertssyni, undir fyrirsögninni: „Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar“. Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni. Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.Á skjön við reglur Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt. Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað. Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“ Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt. Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessum framkvæmdum sínum er of dýru verði keyptur fyrir almenning í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í frétt á visir.is fyrir skömmu er vitnað í fréttabréf frá Degi B. Eggertssyni, undir fyrirsögninni: „Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar“. Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni. Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.Á skjön við reglur Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt. Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað. Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“ Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt. Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessum framkvæmdum sínum er of dýru verði keyptur fyrir almenning í landinu.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar