„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2015 15:44 Benedikt Jóhannesson er einn af þeim sem stendur að stofnun nýja flokksins. Vísir/GVA „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira