„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 21. desember 2025 14:46 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir málið þurfa að hafa afleiðingar. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku. Greint var frá því í gær að starfsmaður Útlendingastofnunar hefði deilt nöfnum skjólstæðinga sinna í lokuðum hópi á Instagram. Umræddur starfsmaður hafi deilt myndum þar sem verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga voru sýnilegir og stært sig í leiðinni af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn. Nokkur skilaboð virðast hafa verið þess eðlis, miðað við umfjöllun Gímaldsins, þar sem starfsmaðurinn stærði sig af því að hafa lokið verkefnum sem tengdust skjólstæðingum sem voru nafngreindir á myndunum. „Það er í raun ótrúlegt að svona geti gerst miðað við þá menntun sem viðkomandi á að búa yfir um mikilvægi þagnarskyldu, gildi stjórnsýslulaga og persónuverndarlaga. Það þarf að vera rauði þráðurinn í öllum þínum verkefnum sem starfsmaður í opinberri stjórnsýslu að svona gerir maður ekki. Þetta má aldrei nokkurn tímann endurtaka sig í íslenskri stjórnsýslu, hvað þá í starfsemi Útlendingastofnunar. Ég skil bara hreinlega ekki hvernig svona getur gerst,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingkona. Gefur til kynna ákveðna vinnumenningu Hún segir ekkert gefa annað til kynna en að um augljóst þagnarskyldu- og trúnaðarbrot sé að ræða af hálfu umrædds starfsmanns. „Það hryggir mig djúpstætt að einhver setji svona fram og gorti sig af því að taka ákvarðanir sem eru í eðli sínu mjög íþyngjandi og þungbærar fyrir þá sem eiga í hlut. Það gefur til kynna einhvers konar vinnumenningu sem ég verð að spyrja mig að hvort sé í lagi að fái að viðgangast áfram hjá Útlendingastofnun. Þessi stofnun hefur því miður ekki notið nægilegs trausts í þjóðfélaginu hvað sem fólki finnst um stefnu stjórnvalda í útlendingamálum.“ Dagbjört segir eitthvað þurfa að gera til að koma í veg fyrir að slíkar færslur verði aftur birtar. Starfsmenn stofnunarinnar þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku, mannúð og virðingu. „Ég held að það sé rétt að skoða þetta tiltekna mál og taka ákvörðun út frá því. Málið er í höndum forstjóra Útlendingastofnunar og það hvort þetta sé eitthvað einskorðað atvik. Eftir atvikum er það í framhaldinu dómsmálaráðherra sem hefur eftirlit með stofnuninni. síðan höfum við í þinginu líka ákveðið eftirlitshlutverk. Við verðum auðvitað bara að taka upp þráðinn þegar þing kemur saman að nýju í janúar. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að skoða það. Okkar bíða stór verkefni og það verður að vera traust í stjórnsýslunni til þess að þessum verkefnum sé sinnt af fagmennsku,“ segir hún. Málið í höndum forstjóra Finnst þér að dómsmálaráðherra ætti að beita sér? „Málið liggur í höndum forstjóra Útlendingastofnunar eins og er og í framhaldinu þarf að skoða næstu rökréttu skref. Það byggir á því hvernig málið er meðfarið af hálfu forstjóra. Ég tel skýrt út frá því sem fram er komið að málið þurfi að hafa afleiðingar. Ég ætla ekki að tjá mig um það nákvæmlega hvaða úrræðum er hægt að beita gagnvart þessum tiltekna starfsmanni. Þetta þarf að vera síðasta skiptið sem við sjáum eitthvað með þessum hætti frá Útlendingastofnun og almennt í íslenskri stjórnsýslu. Við getum ekki horft upp á svona.“ „Það er enginn sem fer í opinbera stjórnsýslu til þess að taka ákvörðun sem gera fólkið lífið erfiðara. Flest förum við í þetta nám og þessi störf til þess að hjálpa fólki. Hins vegar verður líka að taka ákvarðanir sem eru erfiðar. Viðfangsefnið er þá að leysa úr því af fagmennsku. Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar. Stjórnsýsla Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Persónuvernd Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Greint var frá því í gær að starfsmaður Útlendingastofnunar hefði deilt nöfnum skjólstæðinga sinna í lokuðum hópi á Instagram. Umræddur starfsmaður hafi deilt myndum þar sem verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga voru sýnilegir og stært sig í leiðinni af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn. Nokkur skilaboð virðast hafa verið þess eðlis, miðað við umfjöllun Gímaldsins, þar sem starfsmaðurinn stærði sig af því að hafa lokið verkefnum sem tengdust skjólstæðingum sem voru nafngreindir á myndunum. „Það er í raun ótrúlegt að svona geti gerst miðað við þá menntun sem viðkomandi á að búa yfir um mikilvægi þagnarskyldu, gildi stjórnsýslulaga og persónuverndarlaga. Það þarf að vera rauði þráðurinn í öllum þínum verkefnum sem starfsmaður í opinberri stjórnsýslu að svona gerir maður ekki. Þetta má aldrei nokkurn tímann endurtaka sig í íslenskri stjórnsýslu, hvað þá í starfsemi Útlendingastofnunar. Ég skil bara hreinlega ekki hvernig svona getur gerst,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingkona. Gefur til kynna ákveðna vinnumenningu Hún segir ekkert gefa annað til kynna en að um augljóst þagnarskyldu- og trúnaðarbrot sé að ræða af hálfu umrædds starfsmanns. „Það hryggir mig djúpstætt að einhver setji svona fram og gorti sig af því að taka ákvarðanir sem eru í eðli sínu mjög íþyngjandi og þungbærar fyrir þá sem eiga í hlut. Það gefur til kynna einhvers konar vinnumenningu sem ég verð að spyrja mig að hvort sé í lagi að fái að viðgangast áfram hjá Útlendingastofnun. Þessi stofnun hefur því miður ekki notið nægilegs trausts í þjóðfélaginu hvað sem fólki finnst um stefnu stjórnvalda í útlendingamálum.“ Dagbjört segir eitthvað þurfa að gera til að koma í veg fyrir að slíkar færslur verði aftur birtar. Starfsmenn stofnunarinnar þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku, mannúð og virðingu. „Ég held að það sé rétt að skoða þetta tiltekna mál og taka ákvörðun út frá því. Málið er í höndum forstjóra Útlendingastofnunar og það hvort þetta sé eitthvað einskorðað atvik. Eftir atvikum er það í framhaldinu dómsmálaráðherra sem hefur eftirlit með stofnuninni. síðan höfum við í þinginu líka ákveðið eftirlitshlutverk. Við verðum auðvitað bara að taka upp þráðinn þegar þing kemur saman að nýju í janúar. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að skoða það. Okkar bíða stór verkefni og það verður að vera traust í stjórnsýslunni til þess að þessum verkefnum sé sinnt af fagmennsku,“ segir hún. Málið í höndum forstjóra Finnst þér að dómsmálaráðherra ætti að beita sér? „Málið liggur í höndum forstjóra Útlendingastofnunar eins og er og í framhaldinu þarf að skoða næstu rökréttu skref. Það byggir á því hvernig málið er meðfarið af hálfu forstjóra. Ég tel skýrt út frá því sem fram er komið að málið þurfi að hafa afleiðingar. Ég ætla ekki að tjá mig um það nákvæmlega hvaða úrræðum er hægt að beita gagnvart þessum tiltekna starfsmanni. Þetta þarf að vera síðasta skiptið sem við sjáum eitthvað með þessum hætti frá Útlendingastofnun og almennt í íslenskri stjórnsýslu. Við getum ekki horft upp á svona.“ „Það er enginn sem fer í opinbera stjórnsýslu til þess að taka ákvörðun sem gera fólkið lífið erfiðara. Flest förum við í þetta nám og þessi störf til þess að hjálpa fólki. Hins vegar verður líka að taka ákvarðanir sem eru erfiðar. Viðfangsefnið er þá að leysa úr því af fagmennsku. Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar.
Stjórnsýsla Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Persónuvernd Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira