Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. desember 2025 14:13 Ljósahátíð gyðinga var hleypt hátíðlega stað í miðbæ Reykjavíkur fyrir viku síðan. Gyðingasamfélagið á Íslandi Gyðingar á Íslandi hafa upplifað aukinn ótta í kjölfar hryðjuverka Hamasliða 7. október 2023. Gyðingur búsettur hér á landi segir að landslagið hafi breyst og að hann sé ekki eins opinskár með það að hann sé gyðingur síðan yfirstandandi stríð hófst. Ísraelski miðillinn Times of Israel birti í dag umfjöllun Jewish Telegraph Agency um samfélag gyðinga á Íslandi og ræddi við gyðinga sem eru búsettir hér á landi. Landslagið breytt Fyrir viku síðan hófst ljósahátíð gyðinga, hanúkka, sem er fagnað af gyðingum um allan heim. Í Reykjavík var tilefnið markað með því að kveikt var á ljósum svokallaðrar menóru sem er kertastjaki sem er táknrænn fyrir hátíðina. Að viðburðinum stóð rabbíninn Avraham Feldman sem tilheyrir Chabad-söfnuði gyðinga og eiginkona hans Mushky. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti viðburðinn og flutti þar erindi. „Það hefur mikið breyst fyrir mig síðan sjöunda október. Áður var ég nokkuð opinskár með það að ég sé gyðingur, en landslagið er breytt,“ er haft eftir bandarískum gyðingi sem er búsettur á Íslandi. Hann segir sömuleiðis að hann hafi flutt með maka sínum á nýtt heimili og pantað helgiskrín, svokallað mezuzah, til að hengja yfir útidyrahurðina, en hikað við að setja það upp. „Í fyrsta sinn var ég hikandi við að setja ljósahátíðarstjakann [hanukkah menorah] í gluggann,“ en bætti svo við að líklega myndu flestir Íslendingar ekki þekkja táknið í ljósi þess hve vinsælt jólaskraut slíkir sjöarmastjakar eru. Mikil fáfræði Bandarískur gyðingur að nafni Mike Klein sem er einnig búsettur hér á landi segir Íslendinga ekki gera greinarmun á trúuðum og trúlausum gyðingum. Íslendingar líti margir á trúarbrögð sem frekar úrelt og gamaldags fyrirbæri. „Umræður um að ég sé gyðingur verða oft óþægilegar, að hluta til vegna núverandi pólitískra aðstæðna, en sömuleiðis vegna þess að Íslendingum finnst það skrítið að ég skuli kjósa að torvelda mér lífið með samsemd minni í Gyðingdómi mínum þegar ég er að öðru leyti frekar vel samþykktur,“ segir hann. Annar bandarískur gyðingur sem er búsettur hér á landi sem miðillinn ræddi við segir gyðingaandúð á Íslandi oft frekar grundvallast á vanþekkingu en beinu hatri. „Það er mikil fáfræði,“ er haft eftir henni. Uppfært 18:19: Í fyrri útgáfu greinar kom fram að umfjöllunin hafi verið unnin af Times of Israel. Hið rétta er að greinin var birt af Times of Israel en unnin á vegum Jewish Telegraph Agency sem er óháð Times of Israel. Trúmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ísraelski miðillinn Times of Israel birti í dag umfjöllun Jewish Telegraph Agency um samfélag gyðinga á Íslandi og ræddi við gyðinga sem eru búsettir hér á landi. Landslagið breytt Fyrir viku síðan hófst ljósahátíð gyðinga, hanúkka, sem er fagnað af gyðingum um allan heim. Í Reykjavík var tilefnið markað með því að kveikt var á ljósum svokallaðrar menóru sem er kertastjaki sem er táknrænn fyrir hátíðina. Að viðburðinum stóð rabbíninn Avraham Feldman sem tilheyrir Chabad-söfnuði gyðinga og eiginkona hans Mushky. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti viðburðinn og flutti þar erindi. „Það hefur mikið breyst fyrir mig síðan sjöunda október. Áður var ég nokkuð opinskár með það að ég sé gyðingur, en landslagið er breytt,“ er haft eftir bandarískum gyðingi sem er búsettur á Íslandi. Hann segir sömuleiðis að hann hafi flutt með maka sínum á nýtt heimili og pantað helgiskrín, svokallað mezuzah, til að hengja yfir útidyrahurðina, en hikað við að setja það upp. „Í fyrsta sinn var ég hikandi við að setja ljósahátíðarstjakann [hanukkah menorah] í gluggann,“ en bætti svo við að líklega myndu flestir Íslendingar ekki þekkja táknið í ljósi þess hve vinsælt jólaskraut slíkir sjöarmastjakar eru. Mikil fáfræði Bandarískur gyðingur að nafni Mike Klein sem er einnig búsettur hér á landi segir Íslendinga ekki gera greinarmun á trúuðum og trúlausum gyðingum. Íslendingar líti margir á trúarbrögð sem frekar úrelt og gamaldags fyrirbæri. „Umræður um að ég sé gyðingur verða oft óþægilegar, að hluta til vegna núverandi pólitískra aðstæðna, en sömuleiðis vegna þess að Íslendingum finnst það skrítið að ég skuli kjósa að torvelda mér lífið með samsemd minni í Gyðingdómi mínum þegar ég er að öðru leyti frekar vel samþykktur,“ segir hann. Annar bandarískur gyðingur sem er búsettur hér á landi sem miðillinn ræddi við segir gyðingaandúð á Íslandi oft frekar grundvallast á vanþekkingu en beinu hatri. „Það er mikil fáfræði,“ er haft eftir henni. Uppfært 18:19: Í fyrri útgáfu greinar kom fram að umfjöllunin hafi verið unnin af Times of Israel. Hið rétta er að greinin var birt af Times of Israel en unnin á vegum Jewish Telegraph Agency sem er óháð Times of Israel.
Trúmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira