Búist við átökum um virkjanakosti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 15:37 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00