Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 15. júlí 2025 20:48 Ökumaður krossara spændi upp móann við Nesjavallaleið. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður. Samsett Mynd Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“ Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“
Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira