Námsmenn erlendis kvarta til umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2015 14:55 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/GVA Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns. Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns.
Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30
Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29