Engin sátt um rammaáætlun ef breytingartillaga verður samþykkt Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2015 18:45 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf. Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf.
Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira