Háskólaráð: Rektor ekki vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjöri Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2015 17:11 Einar Steingrímsson, Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson eru í framboði til rektors. Vísir/Ernir Háskólaráð hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að rektor sé ekki vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að greint hafi verið frá því í fjölmiðlum að kvörtun hafi borist umboðsmanni Alþingis vegna meints vanhæfis rektors Háskóla Íslands til að fjalla um mál sem tengjast rektorskjöri vegna tengsla við aðstoðarrektor sem er einn umsækjenda. „Háskólaráð fjallaði um málið 5. mars síðastliðinn og komst einróma að þeirri niðurstöðu að rektor væri ekki vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Rektor vék af fundi fyrir þá umfjöllun. Umboðsmaður óskaði eftir rökstuðningi háskólaráðs fyrir ákvörðun sinni og hefur ráðið svarað honum. Í svari ráðsins kemur fram að til að gæta hlutleysis hafi verið aflað tveggja álitsgerða utanaðkomandi lögfræðinga vegna málsins fyrir umræddan fund. Niðurstaða þeirra er samhljóða um að samstarf á vinnustað valdi almennt ekki vanhæfi í skilningi stjórnsýslulaga. Á hinn bóginn kunni náin vinátta starfsmanna að valda vanhæfi. Við mat á því er m.a. lögð áhersla á umgengni í frítíma og náin samskipti utan vinnustaðar. Þar sem tengsl rektors og aðstoðarrektors byggjast eingöngu á samstarfi þeirra og stöðu við Háskóla Íslands komst háskólaráð, eins og áður segir, að þeirri niðurstöðu að rektor hafi ekki verið vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Rétt er að fram komi að hlutverk háskólaráðs við undirbúning rektorskjörs samkvæmt reglum háskólans er formlegs eðlis og felst einkum í undirbúningi auglýsingar um embættið, staðfestingu á embættisgengi umsækjenda og skipun kjörstjórnar. Þegar umsóknarfrestur er liðinn tekur kjörstjórn almennt við meðferð mála sem lúta að rektorskjörinu,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Háskólaráð hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að rektor sé ekki vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að greint hafi verið frá því í fjölmiðlum að kvörtun hafi borist umboðsmanni Alþingis vegna meints vanhæfis rektors Háskóla Íslands til að fjalla um mál sem tengjast rektorskjöri vegna tengsla við aðstoðarrektor sem er einn umsækjenda. „Háskólaráð fjallaði um málið 5. mars síðastliðinn og komst einróma að þeirri niðurstöðu að rektor væri ekki vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Rektor vék af fundi fyrir þá umfjöllun. Umboðsmaður óskaði eftir rökstuðningi háskólaráðs fyrir ákvörðun sinni og hefur ráðið svarað honum. Í svari ráðsins kemur fram að til að gæta hlutleysis hafi verið aflað tveggja álitsgerða utanaðkomandi lögfræðinga vegna málsins fyrir umræddan fund. Niðurstaða þeirra er samhljóða um að samstarf á vinnustað valdi almennt ekki vanhæfi í skilningi stjórnsýslulaga. Á hinn bóginn kunni náin vinátta starfsmanna að valda vanhæfi. Við mat á því er m.a. lögð áhersla á umgengni í frítíma og náin samskipti utan vinnustaðar. Þar sem tengsl rektors og aðstoðarrektors byggjast eingöngu á samstarfi þeirra og stöðu við Háskóla Íslands komst háskólaráð, eins og áður segir, að þeirri niðurstöðu að rektor hafi ekki verið vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjörinu. Rétt er að fram komi að hlutverk háskólaráðs við undirbúning rektorskjörs samkvæmt reglum háskólans er formlegs eðlis og felst einkum í undirbúningi auglýsingar um embættið, staðfestingu á embættisgengi umsækjenda og skipun kjörstjórnar. Þegar umsóknarfrestur er liðinn tekur kjörstjórn almennt við meðferð mála sem lúta að rektorskjörinu,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira