Börnum til heilla í 25 ár Kolbrún Baldursdóttir og Erna Reynisdóttir skrifar 24. október 2014 09:00 Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun