Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík Jón Gnarr skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun