LÍÚ hjólar í þjóðina Bolli Héðinsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun