Við berum ábyrgð á okkar óreiðumönnum Þorgeir Pálsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar