Enginn áhugi á ferskum hugmyndum varðandi kynningu á Icesave Gunnar Skúli Ármannsson og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 30. mars 2011 14:09 Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun