
Af hverju þessi hjarðmennska?
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu.
Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan.
Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir.
Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman.
Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki.
En það er rétt; atvinnuleysi er böl.
Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Skoðun

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar