Sport

Ekið í veg fyrir rútu Eyja­kvenna

Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar.

Sport

Amanda og fé­lagar hentu Val úr keppni

Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar.

Fótbolti

Fram upp í Bestu deild kvenna

Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna.

Íslenski boltinn

Memp­his og Marti­al á leið til Brasilíu

Tveir fyrrverandi framherjar Manchester United eru báðir á leið til Brasilíu. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians á meðan Anthony Martial er við að semja við Flamengo.

Fótbolti

Sæ­dís Rún og stöllur einu skrefi nær riðla­keppninni

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu.

Fótbolti

Heimavöllurinn skráður í Fær­eyjum en vonast til að spila á Ís­landi

Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. 

Fótbolti

Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu

Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu.

Sport