Körfubolti

Vill að hún fái að þjálfa í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Becky Hammon fagnar titlinum sem Las Vegas Aces vann á dögunum.
 Becky Hammon fagnar titlinum sem Las Vegas Aces vann á dögunum. Getty/Christian Petersen

Becky Hammon bætti enn við metorðalistann sinn á dögunum þegar hún gerði Las Vegas Aces enn á ný að meisturum í WNBA-deildinni í körfubolta.

Hún á sér mikinn talsmann, sjónvarpsmanninum Stephen A. Smith, en hann var ekkert að fela trú sína á þjálfaranum.

„Ef ég væri eigandi NBA-liðs myndi ég ráða Becky Hammon sem aðalþjálfara,“ sagði Smith á ESPN.

Frá því að Hammon tók við Las Vegas Aces hefur hún breytt liðinu í nútímastórveldi í WNBA. Ferilskráin hennar talar sínu máli.

Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla á síðustu fjórum árum.

Fyrir utan WNBA-deildina á Hammon djúpar rætur í körfuboltaheiminum. Hún var brautryðjandi sem aðstoðarþjálfari undir stjórn Gregg Popovich hjá Spurs og varð þar með fyrsti kvenkyns aðstoðarþjálfarinn í fullu starfi í sögu NBA.

Undir stjórn Pop lærði hún allt um þjálfun í NBA, leikstjórnun og forystu á hæsta stigi. Hún sjálf var frábær leikstjórnandi inni á vellinum og átti flottan feril í WNBA.

Becky Hammon hefur sannað að hún getur leitt, aðlagast og sigrað, hvort sem er á vellinum sem leikmaður, á hliðarlínunni í WNBA eða í NBA sem verðandi þjálfari.

Á þessum tímapunkti virðist spurningin vera ekki hvort hún eigi heima í NBA heldur hvenær. Það verður því fróðlegt að sjá hvort eitthvert félagið veðji á hana í næstu þjálfararáðningu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×