Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:31 Jonjo Shelvey með eiginkonu sinni og tveimur af börnum þeirra þegar hann var leikmaður Liverpool. Getty/John Powell Fyrrum leikmaður Liverpool er nú að spila í C-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fullvissar alla um það í nýju viðtali að hann sé ekki kominn til Dúbaí vegna peninganna. Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira