
Skoðun

Rannsóknir á söfnum skapa dýrmæta þekkingu
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna.

Sagan sem verður að segja
Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur.

Nýsköpun innviða
Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni.

Fjöldi fyrirtækja hætta með Rapyd
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli.

Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja?
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum.

Bréf frá móður
Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt.

Vill ekki lengur íslenzkan her?
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið.

Hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn?
Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd.

Á Ísland framtíð í NATO?
Vegna stríðsins í Úkraínu hefur staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Ísland sem er eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hefur þá sérstöðu að vera herlaust land.

Fjallkonan nýja, hún Katrín
Eftir að hafa ráðið öllu á Íslandi í mörg ár, sagði Davíð Oddsson bless, eða svona næstum því, með því að gefa þjóðinni 30 þúsund eintök af sögu Stjórnarráðsins þar sem einn kaflinn var um hann sjálfan þegar hann var forsætisráðherra þótt hann væri ekki alveg búinn að kveðja, heldur bara næstum því.

Heilsa íslenskrar þjóðar, samofin framþróun í læknisfræði á Íslandi
Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17. maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar.

Njótum reynslu Katrínar
Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur.

Katrínu á Bessastaði
Það er leitt að valda vonbrigðum þeim sem hafa farið mikinn í að halda því fram að það séu bara sægreifar, innvígðir sjálfstæðismenn, valdaklíkan og erlend mafía, sem styðji framboð Katrínar, svo fátt eitt sé nefnt sem hefur verið dregið á flot til að reyna að draga niður framboð Katrínar og alla þá sem dirfast að lýsa yfir stuðningi við hana.

Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta?
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn.

Forseti Íslands, Baldur Þórhallsson
Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund.

Algeng mistök við fasteignakaup og hvernig þú forðast þau
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar.

Er ungum mönnum sama um sjófólk?
Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum.

Þörfin fyrir heimilislækna
Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni.

Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast.

30% kaupmáttaraukning með evru
Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu. Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur.

Halla Tómasdóttir yrði góður forseti
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá.

Forsetinn má ekki fara á taugum
Embætti forseta Íslands er síður en svo tilgangslaust embætti. Það er ekki valdamikið í hefðbundum pólitískum skilningi en þegar reynir á er forsetinn sameiningartákn þjóðarinnar. Forseti Íslands þarf að vera yfirvegaður, hafa jafnaðargeð og á stundum stáltaugar.

„Brandarinn er búinn!“
Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. „Brandarinn er búinn!“, er fullyrt. „Trúðalestin stopp!“ „Ekki meira sprell takk!“

Katrín kann sig
- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna.

Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins.

Menntamorð
Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð).

Náttúruminjasafn Íslands má sinna sýningahaldi!
Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi.

Hvers vegna þurfti að farga bókinni?
Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra.

Hjarta umhverfismála
Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði.

Hugsjónir og fræðimennska – einstakt veganesti Baldurs í embætti forseta Íslands
Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur.