Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar 14. maí 2025 19:03 Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland NATO Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun