Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:01 Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun