Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:01 Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun