Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 15. maí 2025 11:30 Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun