Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 14. maí 2025 16:02 Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun