Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun