Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 08:00 Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Baldvin Ingi Sigurðsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun