Ferðaþjónusta

Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar
Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar.

Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð.

Meta virði öskurverkefnisins á 1,7 milljarða
Mikil ánægja Íslandsstofu með markaðsherferðina „Let it out“

Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði.

Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu
Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju í lok maí eftir lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Korta hafi haldið yfir fimmtán milljónum eftir.

Sér ekki hvernig um höfundaréttarbrot geti verið að ræða
Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall.

Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda
Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu.

Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni
Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu.

„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu
Fjögur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu eru að hefja verkefni sem kallast; Bjóðum ömmu og afa í ferðalag" en tilgangur verkefnisins er að afi og amma fari í ferðalag með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar.

Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna
Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum.

Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði
Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu.

Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína
Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi.

Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið.

Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra
Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt.

Sautján vélar til Keflavíkur í dag
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar.

730 koma með Norrænu í dag
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku.

Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu
Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður.

Veður versnar víðar
Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir.

„Það er eitthvað plebbalegt við þetta“
Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi.

Gönguæði grípur landann og metaðsókn hjá Ferðafélagi Íslands
Gríðarleg aðsókn hefur verið í gönguferðir á hálendi Íslands í sumar og má segja að gönguæði hafi gripið þjóðina. Aðsókn í göngur hefur stóraukist bæði hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hjá Ferðafélagi Íslands, sem bæði sjá um að skipuleggja ferðir um náttúru landsins.

Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu.

Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru
Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið.

„Það er enginn að greiða sér arð núna“
Hótelrekandi í Mývatnssveit segir kipp hafa komið í bókanir á síðustu dögum. Hann er þó svartsýnn fyrir veturinn.

53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga
Icelandair byrjar að fljúga til Kanada.

Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum
Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar.

„Ísland… gerðu það, fyrirgefðu okkur!“
Ferðabloggarar nokkrir komu hingað til lands tveimur dögum eftir að skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli. Þeir báru Íslandi söguna vel og þótti gaman að hafa landið „út af fyrir sig.“

Ekkert innanlandssmit í 10 daga
Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul.

Gekk berfættur yfir Fimmvörðuháls
Helgi Freyr Rúnarsson gekk Fimmvörðuháls í gær, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann gerði það berfættur.

Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn.