Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 21:41 Jörðin Hraun er austan við Grindavík. Eldgosið í Fagradalsfjalli er í landi hennar. Bólstrarnir á himninum eru frá eldstöðinni. Egill Aðalsteinsson Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49