„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 10:43 Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. „Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53