„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 10:43 Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. „Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent